Örugg loftbrú í norðri

Isavia ANS veitir íslenskum og erlendum loftförum flugleiðsögu­þjónustu í íslenska flugstjórnar­svæðinu.

Flugtök og lendingar í dag
Flugvélar á flugi núna
Flognir km í dag

Hvað er íslenska flugstjórnarsvæðið?

Isavia ANS er dótturfélag Isavia og sinnir flugleiðsöguþjónustu í innanlands- og alþjóðaflugi í flugleiðsögusvæði yfir Norður - Atlantshafinu. Íslenska flugstjórnarsvæðið er um fimm og hálf milljón ferkílómetrar að stærð og er það eitt stærsta flugstjórnarsvæði heims. Svæðið nær frá Greenwich-lengdarbaugnum í austri og vestur fyrir Grænland, frá Norðurpólnum og suður fyrir Færeyjar, langleiðina til Skotlands.